Tónlistarmynd sem kvikmyndagerðakonan Sara Nassim framleiddi hefur verið tilnefnt til Grammyverðlauna fyrir besta tónlistarmyndbandið. Þetta kemur fram á heimasíðu verðlaunanna.

Myndbandið er við lagið Mumbo Jumbo með bandarísku tónlistarkonunni Tierra Whack. Segja má að lagið sé nokkuð óhefðbundið því stór hluti textans er óskiljanlegur með öllu. Í myndbandinu sést hvernig því er komið til skila.

Sara, sem er dóttir Hrannar Kristinsdóttur kvikmyndaframleiðanda, lærði við American Film Institute í Los Angeles, sem er einn virtasti kvikmyndaháskóli í heimi.

Sara er þrátt fyrur ungan aldur reynslumikil kvikmyndagerðarkona. Hún hefur komið að framleiðslu og leikstjórn fjölmargra kvikmynda, íslenskra og erlendra. Þeirra á meðal eru The Secret Life of Walter Mitty, Noah og Game of Thrones.

Aðrar tilnefningar í sama flokki eru:

Lag: Apes*** Flytjandi: The Carters
Lag: This is America Flytjandi Childish Gambino
Lag: I'm Not Racist Flytjandi: Joyner Lucas
Lag: PYNK Flytjandi: Janelle Monáe