Ís­lenskur karl­maður um fertugt er grunaður um að hafa orðið sam­býlis­manni móður sinnar að bana á Spáni í nótt. Maðurinn sem lést er Ís­lendingur á sjö­tugs­aldri og var verknaðurinn framinn á heimili hans og móður meints á­rásar­manns á þriðja tímanum síðast­liðna nótt að staðar­tíma.


Maðurinn var látinn þegar lög­regla kom á vett­vang. Hinn grunaði er í haldi lög­reglunnar á Tor­revi­eja á suðurhluta Spánar þar sem fólkið hefur allt verið bú­sett um nokkurt skeið.


Svæðið í kringum Tor­revi­eja hefur verið eftir­sóttur staður meðal Ís­lendinga undan­farin ár og hafa hafa margir fest kaup á húsi í borginni sem er í um 40 mínútna fjar­lægð frá borginni Ali­cante.