Ís­lenskur karl­maður var hand­tekinn í Amsterdam um helgina eftir að hann mætti vopnaður byssu inn í apó­tek. Þar­lend lög­reglu­yfir­völd vinna með ís­lenskum lög­reglu­yfir­völdum í málinu.

Vísir greinir frá því að maðurinn hafi gengið inn í apó­tekið, lagt byssuna á borðið og óskað eftir hjálp. Hann hafi haldið því fram að hann hafi verið þvingaður til þess að ræna apó­tekið vegna fíkni­efna­skuldar. Vildi hann fá lög­regluna á staðinn.

Haft er eftir Karli Steinari Vals­syni, yfir­lög­reglu­þjóni, að lög­reglan í Hollandi rann­saki at­burða­rásina. Ís­lendingurinn sé enn í haldi lög­reglunnar. Að öðru leyti séu mála­vextir ó­ljósir.