Ís­lenskur karl­maður lést í elds­voða þegar eldur kom upp í bíl­skúr á Adeje á Spáni á sunnu­dag. Greint er frá málinu í spænskum miðlum en þar kemur fram að við­bragðs­aðilar hafi fengið til­kynningu snemma morguns sunnu­dag 6. febrúar, klukkan 7.30, um eld.

Eftir að hafa slökkt eldinn var ljóst að þrír bílar brunnu í bíl­skúrnum og að inni í einum þeirra var að finna lík manns sem var mjög illa farið.

Fram kemur á vef Canary We­ekly að spænska ríkis­lög­reglan hafi tekið málið að sér og muni sjá um rann­sókn málsins. Þar kemur einnig fram að lög­reglan hafi farið á vett­vang og tekið ýmis sýni og að á þessum tíma­punkti rann­sóknarinnar sé ekkert úti­lokað um elds­upp­tök eða and­lát mannsins.

Í frétt spænska fjöl­miðilsins El Día kemur fram að maðurinn hafi verið ís­lenskur ríkis­borgari og um fimm­tugt. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að maðurinn hafi verið Íslendingur. Í um­fjöllun Elí Día kemur fram að flest bendi til þess að um slys hafi verið að ræða. Ein sviðs­myndin geti verið sú að maðurinn hafi sofnað inni í bíl­skúrnum eftir að hafa kveikt sér í sígarettu.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá borgara­þjónustu utan­ríkiráðu­neytisins hefur málið ekki komið á þeirra borð.