Karl­maður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsis fyrir líkams­á­rás í London árið 2018. Dómurinn er skil­orðs­bundinn vegna þess hve langt er liðið frá því að á­rásin átti sér stað og fellur niður eftir tvö ár. Töfina má rekja til þess að það tók langar tíma að fá málið flutt á milli landa.

Maðurinn játaði sök sína fyrir dómi og hafði fyrir það komist að sam­komu­lagi við brota­þolann um greiðslu miska­bóta. Fram kemur í dómi að það hafi veru­lega þýðingu fyrir á­kvörðun refsingar en upprunalega var einkaréttarkrafa brotaþola sex milljónir.

Frétta­blaðið hefur áður fjallað um málið en um var að ræða tvo vini sem voru að skemmta sér i Soho í London en kvöldið endaði með því að annar réðst á hinn með þeim af­leiðingum að hann skall með hnakka í götuna og hlaut höfuð­­kúpu­brot, blæðingu inn á heila, brest í bein­himnu sem leiddi til þess að bragð- og lyktar­­skyn hans skertist og hann missti heyrn á hægra eyra.