Jóhann Helgi Heiðdal, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri, ákvað að grípa til óhefðbundinna aðferða er hann varð vitni að fáheyrðum dónaskap og ömurlegri framkomu manns í búð í Kaupmannahöfn fyrr í dag.

Til að gera langa sögu stutta henti Jóhann manninum út úr búðinni.

Forsaga málsins er að Jóhann var að kaupa inn vörur í stórmarkaði á Amager þegar hann varð var við mann sem hrinti öllum kveikjurunum á afgreiðsluborðinu á gólfið. Maðurinn sagði ungum starfsmanni, sem greinilega var eitthvað fatlaður, átti erfitt um gang, að sögn Jóhanns, að tína upp dótið sem hann hafði rutt niður úr hillunum.

„Ég varð alveg brjálaður og fleygði þessum gæja út. Svo tíndi ég dótið upp fyrir strákinn sem var nánast grátandi,“ segir Jóhann.

Þegar Fréttablaðið ræddi við hann sagðist Jóhann enn ekki skilja hvað væri að fólki sem kæmi svo illa fram við afgreiðslufólk. Hann særi reglulega dæmi um það, sérstaklega ungt fólk.