Íslenskur karlmaður var handtekinn af lögreglunni í Alicante í dag. Maðurinn var dæmdur í 12 ára fangelsi í Danmörku en hann er grunaður um að kynferðisbrot og alvarlega líkamsárás gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms.DV greindi fyrst frá.

Í fréttatilkynningu frá spænsku lögreglunni kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn í bænum Benissa á Alicante í dag eftir að hafa verið eftirlýstur í Danmörku.

Í tilkynningunni segir að dóttir mannsins, sem var ekki orðin 12 ára þegar brotin áttu sér stað hafi hlotið alvarlega áverka eftir árásirnar sem áttu sér stað á árunum 2006 til 2010, bæði á Íslandi og í Danmörku. Þá er maðurinn sakaður um að hafa neytt dóttur sína til þess að hafa við sig kynferðismök í tíu skipti.

Lögreglan á Spáni kom að málinu í júní síðastliðnum þegar fram kom beiðni um aðstoð frá dönsku lögreglunni sem hafði gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur manninum, en hann á að hafa flúið land áður en að dómur féll í máli hans.

Lögreglan hefur leitað að manninum í bænum Benissa síðustu daga en leitin bar loks árangur í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Maðurinn hafði flúið frá Danmörku og hafði aðsetur í bænum Benissa í Alicante á Spáni.
Fréttblaðið/ Getty images.