Karl­maður með ís­lenskan ríkis­borgara­rétt er grunaður um að hafa frelsis­svipt konu í Stokk­hólmi í þrjá daga, nauðgað henni og beitt hana grófu of­beldi. RÚV greindi fyrst frá þessu en fjallað var um málið í sænskum miðlum fyrr í vikunni.

Á vef Expres­sen segir að veg­farandi hafi séð blóðuga konu á svölum í Skär­hol­men og hafi í kjöl­farið gert lög­reglu við­vart. Þegar lög­reglan kom á vett­vang flúði maðurinn út um glugga en var svo hand­tekinn síðar.

Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað konunni í­trekað og að hafa beitt hana grófu of­beldi eins og að brenna hana með sígarettu og að þrengja að hálsi hennar með fæti sínum.

Sam­kvæmt miðlinum hefur maðurinn áður verið dæmdur fyrir að brjóta kyn­ferðis­lega á konum og hefur ný­verið lokið af­plánun fjögurra og hálfs árs dóms vegna þess.

Í við­tali við miðilinn Omnií gær sagði sak­sóknarinn Kajsa Hultqvist að maðurinn væri í haldi lög­reglu og að farið yrði fram á að hann myndi vera á­fram í gæslu­varð­haldi.

Á vef RÚV segir að maðurinn hafi alist upp í Sví­þjóð þrátt fyrir að vera með ís­lenskan ríkis­borgara­rétt og að hann hafi tvisvar setið inni fyrir nauðgun, árið 2009 og árið 2017, í bæði skipti gegn þá­verandi sam­býlis­konum sínum.

Á vef RÚV segir að árið 2017 hafi hann verið dæmdur fyrir í­trekað of­beldi, líkam­legt og kyn­ferðis­legt, gegn þá­verandi sam­býlis­konu sinni. Hann hafi verið dæmdur fyrir að berja hana í­trekað á meðan hún var ó­létt og svo eftir að hún fæddi, á meðan hún gaf brjóst.

Nánar er fjallað um þetta á vef RÚV.