Kona sem kom til Íslands þann 20. júní greindist með Covid-19 síðdegis í gær. Konan fór í sýnatöku á landamærum en sýnið reyndist neikvætt.

Hún greindist með Covid-19 síðdegis í gær á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítalans eftir að hafa fundið til einkenna. RÚV greinir frá.

Talið er að konan hafi komið til landsins frá Albaníu.

Smitrakning stendur yfir en ekki er talið að hún tengist hinum innanlandssmitunum sem tengd eru við knattspyrnuhreyfinguna.

Frá því að skimun hófst við landamæri þann 15. júní síðastliðinn hafa sex einstaklingar greinst með virkt smit en 20 með gamalt smit og voru því ekki smitandi. Af þessum sex einstaklingum sem vitað er um að hafa komið til landsins með smit, hafa tveir fengið neikvæð sýni á landamærum og eru þeir báðir Íslendingar sem hafa töluvert mikið tengslanet innanlands.

Í gær voru tekin um 2.040 sýni, þar af 1.310 við landamæraskimun.