Lík Jóhanns Gíslasonar, sem saknað hafði verið frá því í sumar, hefur fundist á Spáni. Mbl.is greinir frá og hefur eftir lögreglunni á Vesturlandi að lík Jóhanns hafi fundist á fimmtudag. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Jóhann flaug til Alicante á Spáni í sumar án þess að eiga bókað flug aftur heim. Fjölskylda hans tilkynnti hvarf hans til lögreglu þann 16. júlí síðastliðinn og fóru ættingjar Jóhanns meðal annars til Alicante í fjóra daga að grennslast fyrir um ferðir Jóhanns. Síðast sást til Jóhanns á rölti í miðbæ Reykjavíkur þann 12. júlí. 

Fjölskylda Jóhanns hefur verið látin vita af andlátinu, samkvæmt því sem fram kemur í frétt Mbl.is