Innlent

Fannst látinn á Spáni á fimmtudaginn

Íslenskur karlmaður sem ekkert hafði spurst af síðan í sumar fannst látinn á Spáni.

Jóhannes keypti miða til Spánar í sumar, en ekki miða aftur heim.

Lík Jóhanns Gíslasonar, sem saknað hafði verið frá því í sumar, hefur fundist á Spáni. Mbl.is greinir frá og hefur eftir lögreglunni á Vesturlandi að lík Jóhanns hafi fundist á fimmtudag. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Jóhann flaug til Alicante á Spáni í sumar án þess að eiga bókað flug aftur heim. Fjölskylda hans tilkynnti hvarf hans til lögreglu þann 16. júlí síðastliðinn og fóru ættingjar Jóhanns meðal annars til Alicante í fjóra daga að grennslast fyrir um ferðir Jóhanns. Síðast sást til Jóhanns á rölti í miðbæ Reykjavíkur þann 12. júlí. 

Fjölskylda Jóhanns hefur verið látin vita af andlátinu, samkvæmt því sem fram kemur í frétt Mbl.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Innlent

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Auglýsing

Nýjast

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

Auglýsing