Ind­verskir og aðrir er­lendir miðlar greina í dag frá því að ís­lenskur karl­maður hafi fundist látinn í heimagistingu sinni í bænum Manali á Ind­landi.

Lög­regla segir að ná­kvæm dánar­or­sök sé ekki ljós eins og staðan er núna. Lög­reglan hefur hafið rann­sókn á and­láti mannsins. Hann var 65 ára þegar hann lést.

Maðurinn hafði gist á heimagistingunni síðan 29. júní. Eig­andi heimagistingarinnar fann hann og til­kynnti and­látið til lög­reglunnar. Maðurinn hafði fengið vega­bréfs­á­ritun þann 2. apríl sem átti að gilda til 29. mars á næsta ári.

Líki hans hefur verið komið fyrir lík­húsi spítalans á Manali. Sam­kvæmt erlendum miðlum verður maðurinn krufinn eftir að fjöl­skylda hans hefur vitjað hans.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá utan­ríkis­ráðu­neytinu hefur þeim ekki borist til­kynning um and­lát Ís­lendings á Ind­landi. Greint er frá því í frétt Business Insi­der að sendi­herra Ís­lands á Ind­landi hafi verið látinn vita.

Manali er lítill bær í Hima­læja­fjöllum og er í norðurhluta Indlands. Alls eru í­búar átta þúsund manns.