Héraðs­sak­sóknari hefur á­kært ís­lending á þrí­tugs­aldri fyrir stór­fellda líkams­á­rás á annan Ís­lending í London í nóvember 2018.

Á­rásin átti sér stað fyrir utan skemmti­staðinn Freedom Bar í Soho hverfinu og er maðurinn á­kærður fyrir að hafa veist að landa sínum og ýtt við honum með þeim af­leiðingum að hann skall með hnakka í götuna og hlaut höfuð­kúpu­brot, blæðingu inn á heila, brest í bein­himnu sem leiddi til þess að bragð- og lyktar­skyn hans skertist og hann missti heym á hægra eyra.

Er brotið heim­fært á 2. mgr.218. gr. al­mennra hegningar­laga og þess krafist að á­kærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakar­kostnaðar.

Krefst 6 milljóna í miskabætur

Í á­kæru er einnig birt einka­réttar­krafa brota­þola en hann krefst 6 milljóna í miska­bætur.

Málið verður þing­fest í Héraðs­dómi Reykja­ness þann 23. ágúst.