Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað íslenskan mann sem tengist manndrápinu í Rauðagerði í síðasta mánuði í fjögurra vikna farbann á grundvelli rannsóknarhagsmuna en farið var fram á farbann á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglu hafði maðurinn sem um ræðir setið í gæsluvarðhaldi síðastliðinn hálfan mánuð og rann það út í dag. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald af hálfu lögreglu.

Fimm manns eru nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á manndrápinu og hafa fjórir verið úrskurðaðir í farbann.

Lögregla vill ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.