Stór­leikur Ís­lands og Frakk­lands á EM kvenna í fót­bolta er í fullum gangi og er hálf­leikur þegar þetta er skrifað.

Frakkar komust yfir eftir 44 sekúndur er Mel­vine Malard skoraði. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum voru heldur neikvæð eftir markið enda mögulega einhverjir sem bjuggust við fleiri mörkum frá Frakklandi. Ís­lensku stelpurnar létu það hins vegar ekki á sig fá og voru mun betri í kjöl­far marksins og sóttu að Frökkum. Ísland átti séns á að jafna leikinn er Karó­lína Lea átti skot fram hjá og svo skallaði Sven­dís Jane boltanum í slánna. Ísland er enn undir með einu marki en þar sem það er núll núll í leik Ítalíu og Belgíu fer Ísland upp úr riðlinum ef ekkert breytist.

Ljóst er að fjöl­margir Ís­lendingar eru að horfa á leikinn og hafa margir verið að tjá sig um gang mála.