Eftir að Bigir Þórarinsson fyrrverandi oddviti Miðflokksins sagði skilið við flokkinn á föstudag og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn hafa skoðanaglaðir Íslendingar ekki setið á sér á samfélagsmiðlinum Twitter um helgina. Svo virðist sem fólk sé misánægt með aðför hans.
Èg segi mig úr þingflokknum en starfa gleður með honum öllum í öðrum þingflokki.
— Helgi Seljan (@helgiseljan) October 9, 2021
Hvert var vandamálið þà? Logoið? Búningarnir? Aðstaðan?
Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir https://t.co/7HX8S5kKSC
Það væri samt mjög fyndið ef allir hinir þingmennirnir færu núna yfir í Miðflokkinn.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) October 9, 2021
Í vor var ég í vinnunni minni á Alþingi íslendinga þegar Birgir Þórarinsson vatt sér upp að mér í matsal. „Hekla, manstu ekki eftir mér?“ og ég var bara „neee...“ og hann var bara „Ég er Birgir, frændi þinn“ og ég var bara 🥸
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) October 9, 2021
Allavega, things are about to get a lot more awkward.
Birgir hefur auðvitað pottþétt verið búinn að plana þetta lengi. Sneika sér auðveldari leiðina inn þar sem hann hefði líklega aldrei skorað nógu hátt í prófkjöri D.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) October 9, 2021
Þvílíka lýðræðissýninging sem þessar kosningar hafa verið.
Það er ekkert mál að finnast skemmtilegt að Miðflokkurinn sé í köðlunum af því að þessi safnari vondra skoðanna flúði. En þetta er vanvirðing við lýðræðið. Og fullkomið virðingarleysi við þá sem kusu hann. Óheiðarlegt.
— Magnús H. Magnússon (@Maggi_Magg) October 9, 2021
Úr sögubókum framtíðar: “Eða svo héldu Sjálfstæðismenn. Síðar kom í ljós að hið gagnstæða hafði gerst, Sjálfstæðismenn höfðu í raun gengið í Birgi.”
— Björgvin Þórhallsson (@bjorgvin66) October 9, 2021
Er ekki bara best að allir þingmenn gangi í Framsókn?
— Rafn Steingríms 🇺🇸🇮🇸🌐🏳️🌈🌮 (@rafnsteingrims) October 9, 2021
Kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi: pic.twitter.com/LWJ6Pdukbh
— Þórður (@doddeh) October 9, 2021
Á bara að vera hægt að skipta um flokk beint eftir kosningar?
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) October 9, 2021
Hvaða rugl er í gangi
Ætli það sé ekki bara aftur þögnin mikla eins og gerist alltaf með skandala
Sjaldan verið leiðari að þurfa að klippa út kvót pic.twitter.com/pgX8rH4vMj
— Snorri Másson (@5norri) October 9, 2021
Hérna, alveg hýpóthetískt dæmi (alveg): Væri það ekki fordæmalaust ef stjórnmálaflokkur myndi hafna liðsstyrk frá þingmanni úr öðrum flokki?
— Dagbjört Hákonardóttir (@dagbjort) October 9, 2021
Eftir því sem ég fæ best séð taka þingskaparlög ekki á þessu.
Hvorir ættu að vera meira ósáttir. Kjósendur Miðflokksins fyrir augljós skipulögð svik, eða kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem fengu engan kost á að hafna manni með vondar skoðanir? https://t.co/984l7UffYV
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) October 9, 2021