Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Langar biðraðir hafa myndast í verslunum Bónus og Krónunnar og er búið að tæma margar hillur. Þá virðist sem brauðið sé allt búið í mörgum verslunum. Vert er að taka fram að Veðurstofan telur að veður muni byrja að lægja síðdegis á morgun. Það virðist þó ekki stoppa Íslendinga sem birgja sig upp eins og um sé að ræða margra vikna atburð.

Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Fréttablaðinu hafa borist ábendingar um mikið öngþveiti í matvöruverslunum; bæði í stórum verslunum og hverfissjoppum.

Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Nóg er um að vera í matvöruverslunum landsins. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Fólk er því að klára allar nauðsynlegar útréttingar á undan storminum.

Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson