Framleiðsla á ýmsum landbúnaðarvörum hefur dróst talsvert saman í febrúar miðað við sama mánuð árið á undan. Á það einkum við um nautakjöt og kjöt af alifuglum.
Framleidd voru 9.477 tonn af kindakjöti í fyrra og er það vinsælasta kjötvaran hér á landi.
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni sem ná aftur til ársins 1984.

Mestur var samdrátturinn í nautakjötsframleiðslu eða um tólf prósent frá febrúar í ár miðað við sama mánuð í fyrra. Þá voru framleidd 4.652 tonn af nautakjöti en 4.094 nú í febrúar.
Alls minnkaði framleiðsla á alifuglakjöti saman um sjö prósent í febrúar í ár miðað við í fyrra. Í febrúar 2020 voru framleidd 9.070 tonn af slíku kjöti en 8.436 í febrúar þetta árið. Útungun alifugla dróst saman um þrettán prósent miðað við fyrir ári.

Hið sama er ekki uppi á teningnum hvað svínakjöt varðar. Slík framleiðsla jókst hins vegar um sex prósent, úr 6.813 tonnum í 7.221 tonn.
Hrossakjötsframleiðsla hefur verið nokkuð stöðug frá 1984 og var 1.066 tonn í febrúar í fyrra.