Fréttir

Íslendingar sólgnir í hrossakjöt: „Ég elska folald“

Fjölmargir hafa tekið þátt í könnun á netinu þar sem spurt er um afstöðu til hrossakjötsáts.

Hestar á beit. Vilhelm Gunnarsson

Ríflega tveir af hverjum þremur Íslendingum leggja sér hrossa- eða folaldakjöt til munns. Þetta er niðurstaðan ef marka má óformlega og óvísindalega könnun sem gerð var í dag í Facebook-hópnum Matartips.

Nærri lætur að tíundi hver Íslendingur sé í hópnum en hann telur 32.500 manns.

Um fjórtán hundruð manns hafa svarað könnuninni, þegar þetta er skrifað. Um 1.230 hafa svarað því játandi að borða hrossa- eða folaldakjöt en tæplega 460 segja ekki leggja sér slíkt kjöt til munns. Hlutfall þeirra sem ekki borða hrossakjöt er þannig um 27%.

Skiptar skoðanir er á málinu í kommentum. „Ég elska folald,“ skrifar einn á meðan annar segir að vel feitt, slatað hrossakjöt sé það besta sem hann fær.

„Þetta eru farartæki en ekki matur. Þekkið þið einhvern sem étur mótorhjól?“ spyr annar meðlimur og slær á létta strengi. 

Aðrir segjast ekki geta hugsað sér að borða hesta. „Kona borðar ekki vini sína,“ segir einn meðlimur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing