Fréttir

Íslendingar sólgnir í hrossakjöt: „Ég elska folald“

Fjölmargir hafa tekið þátt í könnun á netinu þar sem spurt er um afstöðu til hrossakjötsáts.

Hestar á beit. Vilhelm Gunnarsson

Ríflega tveir af hverjum þremur Íslendingum leggja sér hrossa- eða folaldakjöt til munns. Þetta er niðurstaðan ef marka má óformlega og óvísindalega könnun sem gerð var í dag í Facebook-hópnum Matartips.

Nærri lætur að tíundi hver Íslendingur sé í hópnum en hann telur 32.500 manns.

Um fjórtán hundruð manns hafa svarað könnuninni, þegar þetta er skrifað. Um 1.230 hafa svarað því játandi að borða hrossa- eða folaldakjöt en tæplega 460 segja ekki leggja sér slíkt kjöt til munns. Hlutfall þeirra sem ekki borða hrossakjöt er þannig um 27%.

Skiptar skoðanir er á málinu í kommentum. „Ég elska folald,“ skrifar einn á meðan annar segir að vel feitt, slatað hrossakjöt sé það besta sem hann fær.

„Þetta eru farartæki en ekki matur. Þekkið þið einhvern sem étur mótorhjól?“ spyr annar meðlimur og slær á létta strengi. 

Aðrir segjast ekki geta hugsað sér að borða hesta. „Kona borðar ekki vini sína,“ segir einn meðlimur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Bílar

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Innlent

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Auglýsing

Nýjast

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Danir vara við því að vera einn á ferð um Marokkó

Gulu vestin brenndu og stórskemmdu tollahlið

Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju

Auglýsing