Brott­farir Ís­lendinga voru tæp­lega 72 þúsund í októ­ber, en ekki hafa mælst jafn margar brott­farir í einum mánuði það sem af er ári og aldrei jafn margar í októ­ber­mánuði frá upp­hafi. Síðasti mánuður var því með öðrum orðum met­mánuður í utan­ferðum.

„Þetta stað­festir að Ís­lendingar haga sér eins og aðrar þjóðir, ferða­vilji þeirra var orðinn mikill og þráin rík og upp­söfnuð til að komast af stað,“ segir Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar.

Tæp­lega 159 brott­farir voru frá Kefla­víkur­flug­velli í síðasta mánuði, en sam­kvæmt upp­lýsingum Isavia er um að ræða fjórða fjöl­mennasta októ­ber­mánuðinn frá því mælingar hófust. Al­mennt voru brott­farir í ár um 80 prósent af því sem þær voru í októ­ber­mánuði 2018 þegar mest var til þessa, svo flug­um­ferð fer að ná met­hæðum á ný.

Banda­ríkja­menn eru fjöl­mennastir út­lendinga sem sækja Ís­land heim, um þriðjungur í októ­ber.

„Þetta er sígandi lukka og ekkert annað,“ segir Jóhannes Þór. „Eftir­spurnin hefur verið mun meiri í ár en við bjuggumst við,“ bætir hann við. Það muni þó taka lengri tíma en sem nemur einu sumri að jafna sig eftir sam­komu­tak­markanir.

„Vandinn er og verður marg­þættur og varðar bæði mönnunar­vanda og skulda­vanda, en fjár­hags­staða fyrir­tækja lagast ekki strax. Við reiknum með að vera komin á sama stað árið 2024 og við vorum fyrir pestina,“ segir hann.