Ís­lendingar keppast nú við að lýsa því yfir að Kehdr fjöl­skyldan sé stað­sett innan þeirra heimilis með myllu­merkinu #Þaueru­hjámér. Þá virðist fjöl­skyldan vera ýmist í Reykja­vík, á Ísa­firði eða jafn­vel komin til Hollands ef marka má stað­hæfingarnar.

Vísa átti fjöl­skyldunni úr landi í síðustu viku en því var ekki fram­fylgt þar sem fjöl­skyldan fannst ekki. Í gær­kvöldi lýsti lög­regla form­lega eftir fjöl­skyldunni.

Á­takinu Þau eru hjá mér var hrundið af stað eftir að stoð­deild lög­reglunnar greindi frá því að unnið væri eftir vís­bendingum sem hafa borist um dvalar­stað egypsku fjöl­skyldunnar. Í kjölfarið hefur ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar ringt inn. Þá hefur verið opnuð heima­síðu sem auð­veldar fólki að senda lög­reglunni á­bendingu en þar þarf aðeins að ýta á einn takka til að sjálfvirk ábending sendist á stoðdeild.

Lög­reglan mun ef­laust hafa í mörg horn að líta ef fylgja á eftir öllum vís­bendingunum sem hafa borist síðast­liðinn sólar­hring.

Fjöldi fólks hefur mót­­mælt brott­vísuninni og hafa meira en þrettán þúsund manns skrifað undir undir­skriftalista sem af­hentur var dóms­mála­ráð­herra í síðast­liðinni viku.

Nú þurfum við að vera óþekk! Nú hafa yfirvöld auglýst formlega eftir egypsku fjölskyldunni. Ég vil hvetja til...

Posted by Steinunn Olina Thorsteinsdottir on Tuesday, September 22, 2020

Þetta er svo handónýtt kerfi. Ef einhver spyr, þá eru þau hjá mér.

Posted by Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir on Tuesday, September 22, 2020