Innlent

Ís­lendingar Norður­landa­met­hafar í háu mat­vöru­verði

Við borgum um það bil meira en helmingi meira fyrir matinn út úr búð en íbúar í hinum höfuðborgum Norðurlandanna. Íslendingar borga 67% meira fyrir matinn en íbúar í Helsinki.

Háum fjárhæðum munar á matvörukörfunni.

Vörukarfan í Reykjavík er 67% hærri en í Helskinki, að því er fram kemur í verðlagskönnun ASÍ. Ísland sker sig úr þegar höfuðborgir Norðurlandanna eru skoðaðar. Matvöruverð kemst hvergi nálægt því sem það er í Reykjavík.

Könnunin var gerð 5. til 9. desember í leiðandi lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna. Kannað var verð á algengum neysluvörum í sambærilegum verslunum, vörur á borð við mjólk, osta, kjötvörur, grænmeti, ávexti og brauð.

„Það land sem er næst Íslandi í verðlagi er Noregur en vörukarfan í Oslo er samt sem áður 40% ódýrari en í Reykjavík,“ segir á vef ASÍ.

„Vörukarfan sem verðlagseftirlitið bar saman var dýrust í Reykjavík þar sem hún kostaði 7.878 kr. og næst dýrust í Noregi, þar sem hún kostaði 5.631. kr. Sambærileg vörukarfa í Kaupmannahöfn kostar 5.173 kr og 5.011 krónur í Stokkhólmi. Ódýrasta matvörukarfan var í Helsinki þar sem hún kostaði 4.729 kr. Verð á þeim vörum kannað var reyndist oftast hæst í Reykjavík eða í 12 tilvikum af 18 en í 8 tilvikum af 18 var vöruverðið lægst í Helsinki.“

Athugið að hægt er að deila grafinu hér að neðan sérstaklega.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing