Á mið­nætti var öllum tak­mörkunum af­létt í Dan­mörku vegna kórónu­veirufar­aldursins og lýkur nú 18 mánaða tíma­bili þar sem far­aldurinn er ekki lengur talinn sam­fé­lags­legt mein.

Frétta­blaðið náði tali af tveimur konum bú­settum í Kaup­manna­höfn. Þær segjast ekki gera ráð fyrir miklum breytingum í þeirra dag­lega lífi.

„Co­vid-lega séð hefur lífið í Dan­mörku síðustu vikur verið al­gjör­lega eðli­legt, þannig þessar breytingar hafa nánast engin á­hrif. Öll kennsla hefur verið eðli­leg frá því að skólinn hófst eftir sumarið og allt hefur verið eins og það er venju­lega. Þannig að frá og með deginum í dag mun ekkert breytast,“ segir Sól­ey Rún Sturlu­dóttir, nemi í Kaup­manna­höfn.

Berg­lind Hall­dórs­dóttir, fjár­mála­fræðingur hjá Nor­dea bank segir nokkrar vikur síðan allir máttu mæta aftur til vinnu hjá sér. Fáar reglur hafi verið eftir sem hafi haft á­hrif á hennar per­sónu­lega líf. „Það er verið að taka allar merkingar um fjar­lægðar­mörk skilst mér og verður kannski skrítið þegar fólk hættir að virða það, en ég vona að spritt­brúsarnir verði á­fram í verslunum,“ segir Berg­lind.

Far­aldurinn ekki talinn sam­fé­lags­lega hættu­legur

Í Dan­mörku er sjúk­dómurinn ekki lengur á­litinn sem „sam­fé­lags­lega hættu­legur sjúk­dómur“. Hann er nú flokkaður sem „al­mennt hættu­legur sjúk­dómur.“ Þetta kemur fram á danska frétta­vefnum TV2.

Heil­brigðis­ráð­herra, Magnus Heunicke, tók á­kvörðun um af­léttingar í lok síðasta mánaðar sem byggðu á ráð­gjöf Jens Lund­gren prófessor í smit­sjúk­dómum og yfir­læknis á Ríkis­spítalanum í Kaup­manna­höfn.

„Á­stæðan fyrir af­léttingunum er byggð á fækkun til­fella af al­var­legum veikindum af völdum veirunnar. Bólu­setning hefur haft góð á­hrif á bar­áttuna við sjúk­dóminn og er á­hættan fyrir al­var­legum veikindum minni. Kórónu­veiran er því ekki lengur sam­fé­lags­legt vanda­mál,“ segir Lund­gren. Þá bendir hann á að ef til kemur að sjúk­dómurinn rjúki upp úr öllu valdi sé hann með meiri­hluta stuðning á þjóð­þingi til að setja tak­markanir á á ný.

Grímunotkun heyrir sögunni til

Lund­gren segir að þetta sé í fyrsta skipti sem við erum bólu­sett gegn far­aldri. Við þurfum samt sem áður að vera á varð­bergi fyrir því hversu lengi bólu­efnið virkar og hvernig veiran hegðar sér. Vegna þess er enn of snemmt að segja til um hvort kórónu­veirufar­aldrinum sé lokið að fullu og að allt sé orðið eins og áður, segir hann.

Rúm­lega átta­tíu prósent Dana eru full­bólu­settir og var unnið að því í skrefum að opna sam­fé­lagið á ný. Krafan um grímu­notkun, fjar­lægðar­mörk og bólu­setningar­vott­orð hafa verið látin falla niður.