Egypta­land, Malí, Sam­bía og Taí­land eru meðal þeirra landa sem fá um­fram­skammta af bólu­efnum gegn Co­vid-19 frá Ís­landi. Alls eru þetta nokkur hundruð þúsund skammtar af öllum þeim bólu­efnum sem hafa verið notuð hér á landi.

Ís­land mun gefa hundruð þúsunda skammta af bólu­efnum á komandi mánuðum til fá­tækari landa, bæði í gegnum CO­VAX- sam­starf Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar og í sam­vinnu við Evrópu­sam­bandið. Þegar hafa sendingar af bólu­efni AstraZene­ca farið til Afríku.

Í Taí­landi hafa rúm­­lega 30 prósent af í­búum fengið fulla bólu­­setningu og í Afríku er hlut­­fallið innan við fjögur prósent.

Sam­kvæmt utan­ríkis­ráðu­neytinu hafa 35.700 skammtar af bólu­efni AstraZene­ca verið sendir til Fíla­beins­strandarinnar og 1.920 skammtar til Gana. Í þessum tveimur ríkjum eru innan við 3 prósent í­búanna full­bólu­sett við Co­vid-19 og að­eins um 3,5 prósent í álfunni allri.

Þetta er þó að­eins byrjunin því að Ís­land mun senda bólu­efni til fleiri landa Afríku. Sveinn H. Guð­mars­son, upp­lýsinga­full­trúi utan­ríkis­ráðu­neytisins, segir að fyrir liggi að skammtar af AstraZene­ca fari meðal annars til Malí, Sí­erra Leóne, Egypta­lands og Sam­bíu. Saman­lagt gerir þetta tæp­lega 126 þúsund skammta, eða alla um­fram­skammta Ís­lands af efninu.

Allt kapp er lagt á að um­fram­skammtar renni inn í CO­VAX eins fljótt og kostur er á.

„Allt kapp er lagt á að um­fram­skammtar renni inn í CO­VAX eins fljótt og kostur er á,“ segir Sveinn. UNICEF sér um flutning á bólu­efnunum.

Gjafir á öðrum bólu­efnum eru enn á vinnslu­stigi en út­deiling þeirra mun hefjast bráð­lega. Þar á meðal eru 153.500 skammtar af bólu­efni Jans­sen, sem CO­VAX hóf ný­lega mót­töku á.

Unnið er nú að á­ætlun um gjafa­sendingu af bólu­efni Pfizer, en það verður gert í sam­ræmi við á­ætlun sótt­varna­læknis um örvunar­bólu­setningu. Það sama á við um bólu­efni Moderna, sem einnig er notað í örvunar­bólu­setningu. Enn sem komið er hefur CO­VAX ekki hafið mót­töku á efni Moderna þó það sé í vinnslu.

Bólu­sett gegn Co­vid-19 í Taí­landi.
Fréttablaðið/EPA

Fyrir utan CO­VAX, eða Gavi sem er bólu­setningar­hluti þess sam­starfs, hefur heil­brigðis­ráðu­neytið í sam­starfi við Evrópu­sam­bandið á­kveðið að senda þá um­fram­skammta sem þegar eru í landinu af bólu­efni Pfizer til Taí­lands. Er það gert í gegnum tví­hliða samning því ekki er heimilt að gefa bólu­efna­skammta sem þegar hafa borist til landsins til CO­VAX.

Sveinn segir að tíma­setning Taí­lands-sendingarinnar liggi ekki fyrir á þessari stundu. Alls eru þetta rúm­lega 100 þúsund skammtar. Bólu­setningar­staðan í Taí­landi er skárri en í Afríku, en engu að síður eru að­eins rétt rúm­lega 30 prósent tælensku þjóðarinnar full­bólu­sett.