Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sem eru samtök sem

vilja stuðla að því að efla gagnsæi í íslensku þjóðfélagi og minnka spillingu, einkum á sviði stjórnmála og viðskipta segir að það hafi verið margar viðvaranir um að útboðsferlið í Íslandsbanka væri ekki í lagi.
Atli verður gestur á Fréttavaktinni á Hringbraut sem hefst klukkan 18:30 í kvöld í opinni dagskrá.

Hér má heyra stuttan bút úr viðtalinu við Atla sem sýnt verður í heild sinni á Fréttavaktinni í kvöld.