Verk­fræði­fyrir­tækið Verkís fékk ný­lega fjögurra milljóna króna styrk frá Heims­mark­miða­sjóði at­vinnu­lífs um þróunar­sam­vinnu til að kanna fýsi­leika jarð­hita­svæða í Dj­í­bútí. Er verk­efnið gert fyrir jarð­varma­stofnun Dj­í­bútí.

Landið er með fá­tækari löndum Afríku og liggur á mörkum Rauða­hafs og Aden­flóa. Bæði Verkís og Orku­veita Reykja­víkur hafa áður stundað rann­sóknir í landinu, á svæði er kallast As­sal mis­gengið. Þar hafa einnig Ís­lenskar jarð­boranir unnið að tveggja milljarða króna jarð­hita­verk­efni frá árinu 2017.

Þó að Dj­í­bútí og önnur ríki Austur-Afríku séu fá­tæk eru þau rík af jarð­varma. Er nýting hans talin mikil­væg fyrir fram­tíðar­þróun landanna og bar­áttuna við lofts­lags­vána. Einkum Keníu og Eþíópíu, en í Eþíópíu er Reykja­vík Geot­herma­l með nokkur stór jarð­varma­verk­efni í gangi.