Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, furðaði sig á við­brögðum Þór­ólfs Guðna­sonar, sótt­varnar­læknis, við CO­VID-19 kóróna­veirunni í við­tali við Harmageddon í morgun. For­maðurinn sagðist ekki bera neitt traust til Þór­ólfs og sagði 40 fer­metra gáminn sem reistur var fyrir sýkta ein­stak­linga fyrir utan Landsspítalann vera hjá­kát­legan.

Þá benti hún á að engar sýni­legar að­gerðir hefðu verið boðaðar að undan­skildu linnu­lausu fundar­haldi. „Hvers­lags rugl er þetta eigin­lega, þó svo þau fundi fimm sinnum á dag þá munu þau ekki átta sig á því hvernig veiran er að vinna.“

Loka landinu

Á­ætlunar­flug til Tenerife ætti að leggja af og allir Ís­lendingar sem snúa heim þaðan ættu að vera sendir í sótt­kví í Egils­höll. Þeir Ís­lendingar ættu „að gjöra svo vel að vera þar, þangað til að við gætum séð hvort þeir væru sýktir eða ekki.“

Inga hefur áður talað fyrir því að loka landinu fyrir allri utan­að­komandi flug­um­ferð þar til far­aldrinum líkur. „Stjórn­völd, sem að taka þessu ekki það al­var­lega að þau geri allt til þess vernd og lífi borgaranna, eru ekki bær til að stjórna þessu landi. Það er bara þannig.“

Til í gap­astokkinn

For­maðurinn er til í að standa og falla með skoðun sinni á mánuði sleppi hún og aðrir borgarar við veiru­smit. „Ég væri til í að fara í gap­astokkinn á Austur­velli ef það þýddi að við fengjum þann dá­sam­lega bónus að vera ein af fáum þjóðum veraldar sem slyppum við veiruna. Við gætum það ef stjórn­völd myndu taka af skarið.“