Ís­lensk stjórn­völd munu veita átta­tíu milljónum króna í sér­stakan sjóð Sam­einuðu þjóðanna fyrir Afgan­istan til þess að styðja við þróunar­verk­efni í landinu, sam­hliða mann­úðar­að­stoð. Sam­einuðu þjóðirnar segja mikla neyð ríkja í landinu og á­ætla að rúm­lega helmingur þjóðarinnar þurfi á al­þjóð­legri mann­úðar­að­stoð að halda, þar sem fé­lags­legir inn­viðir séu að hruni komnir og að­gengi að grunn­þjónustu sé afar slæmt. Þá reið mann­skæður jarð­skjálfti yfir landið í síðasta mánuði.

„Al­gjört neyðar­á­stand ríkir í Afgan­istan og þörfin á bæði mann­úðar- og þróunar­að­stoð er á­kaf­lega brýn. Því er afar mikil­vægt að Ís­land leggi sitt af mörkum til þess að bregðast við þeim hörmungum sem þarna hafa átt sér stað, bæði af völdum náttúru og manna,“ segir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir utan­ríkis­ráð­herra.