Ís­land tapaði einu stigi milli ára á spillingar­stuðli Tran­s­paran­cy International, al­þjóð­leg sam­tök gegn spillingu. Ís­land fékk 74 stig þetta árið og skipar sæti þrettán til á­tján á listanum.

Ís­land hefur verið á niður­leið á stuðlinum undan­farin ár en árið 2012 var landið með 82 stig. Þetta árið virðist Sam­herja­málið hafa haft á­hrif á loka­ein­kunina.

Hér má sjá þróun stiga hjá Íslandi frá árinu 2012 til 2021.
Skjáskot/Transparancy International

Stuðullinn gengur frá núll upp í hundrað og þau lönd sem eiga við minnsta spillingu að glíma, sam­kvæmt sam­tökunum, fæ meiri stig en þau þar sem spilling er víða. Því eru Dan­mörk, Nýja-Sjá­land og Finn­land saman í fyrsta sæti með 88 stig hver.

Meðal­ein­kunn Evrópu­sam­bandsins og vestur Evrópu eru 66 stig. Búlgaría, Ung­verja­land og Rómanía eru þar neðst á lista með 42, 43 og 45 stig í áður­nefndri röð.

Kýpur, Ung­verja­land og Pól­land hafa tapað flestum stigum milli ára en Ítalía, Grikk­land, Eist­land og Lett­land græddu flest stig.