Ísland hefur staðfest samninga um aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu með formlegri afhendingu aðildarskjala Íslands í Washington.

Ísland er meðal allra fyrstu bandalagsríkjanna til ljúka staðfestingarferlinu að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins.

Í gær, þann 5. júní. komu fulltrúar bandalagsríkjanna 30 saman í höfuðstöðvum NATO í Brussel og undirrituðu samninganna.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO ásamt utanríkisráðherra Finnlands, Pekka haavisto og utanríkisráðherra Svíþjóðar Ann Linde.
Fréttablaðið/Getty images

Skjöl send um allan heim

Staðfest eintök undirritaðra samningsskjala voru færð í öruggar hendur og send af stað til utanríkisráðuneyta viðeigandi landa.

Íslensku skjölin bárust utanríkisráðuneytinu í Reykjavík um hádegisbil í gær þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði þau. Þar næst var þeim ekið til Keflavíkur í tæka tíð fyrir flug Icelandair til Bandaríkjanna klukkan fimm. Lokahnykkurinn var svo í dag, um klukkan níu að staðartíma í Washington, þegar Bergdís Ellertsdóttir sendiherra afhenti frumrit aðildarskjala Íslands líkt og stofnsáttmáli NATO áskilur. 

Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, afhenti í dag bandaríska utanríkisráðuneytinu aðildarskjöl Íslands vegna viðbótarsamninga um aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu.

Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra segir að hröð afgreiðsla adilarumsókna FInnlands og Svíþjóðar sé merki um sterka samstöðu bandalagsríkja.
Fréttablaðið/Anton Brink

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sem undirritun samninganna marka söguleg tímamót fyrir Finnland, Svíþjóð og NATO.

„Hröð afgreiðsla aðildarumsókna þessara tveggja norrænu vinaþjóða er merki um sterka samstöðu bandalagsríkja og styrkir Atlantshafsbandalagið og þau mikilvægu gildi sem það hvílir á,“ segir Þórdís Kolbrún.

Vonir standa til að öll bandalagsríkin nái að ljúka staðfestingarferlinu síðar á árinu. Þegar ferlinu lýkur verða bandalagsríkin orðin 32, að meðtöldu Finnlandi og Svíþjóð.