Erlent

Ís­land sam­þykkti stuðnings­yfir­lýsingu NATO

Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir að Ísland hafi samþykkt stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásum bandamanna á Sýrland aðfaranótt laugardags.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO birti stuðningsyfirlýsingu NATO síðdegis í gær AFP

Ísland samþykkti stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásir bandamanna í Sýrlandi í fyrrinótt. Í yfirlýsingu NATO, sem birt var síðdegis í gær, er lýst yfir fullum stuðningi allra NATO þjóðanna við loftárásirnar í Sýrlandi. Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að alger samstaða sé meðal ríkja heimsins um að notkun efnavopna skuli ekki líðast. 

Aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Borgar Þór Einarsson, sagði í viðtalsþættinum Silfrinu í morgun að íslenska ríkið hefði samþykkt stuðningsyfirlýsingu NATO við árásum Breta, Bandaríkjamanna og Frakka, aðfaranótt laugardags. 

Hann greindi einnig frá því að á fundi NATO í gær hafi bandamenn, sem stóðu að árásinni, kynnt aðgerðirnar fyrir öllum 29 bandalagsþjóðum NATO. Þá hafi fastafulltrúi Íslands, Anna Jónsdóttir, gert grein fyrir afstöðu Íslands um að leitað yrði allra leiða að pólitískri lausn, áður en gengið væri til frekari hernaðaraðgerða.

 Borgar sagði enn fremur að NATO hefði aldrei gefið frá sér slíka yfirlýsingu, án samþykkis frá öllum bandalagsríkjum.

Borgar Þór, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, utanríkisráðherra Fréttablaðið/GVA

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

8.000 vélar með eins hreyfil

Rússland

Pútín vill lækka spennustigið

Kúba

Castro-öldin á Kúbu á enda

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Helsta á­hyggju­efnið ef eitt púsl týnist

Innlent

Lög­regla leitar enn leigu­bíl­stjórans

Fréttir

Sveitar­stjóri Norður­þings leiðir lista Sjálf­stæðis­flokks

Menntun

Íslendingur fær námsstyrk frá Bill Gates og frú

skák

Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann

Sýrland

Fá ekki enn að rann­saka vett­vang í Douma

Auglýsing