Erlent

Ís­land sam­þykkti stuðnings­yfir­lýsingu NATO

Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir að Ísland hafi samþykkt stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásum bandamanna á Sýrland aðfaranótt laugardags.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO birti stuðningsyfirlýsingu NATO síðdegis í gær AFP

Ísland samþykkti stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásir bandamanna í Sýrlandi í fyrrinótt. Í yfirlýsingu NATO, sem birt var síðdegis í gær, er lýst yfir fullum stuðningi allra NATO þjóðanna við loftárásirnar í Sýrlandi. Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að alger samstaða sé meðal ríkja heimsins um að notkun efnavopna skuli ekki líðast. 

Aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Borgar Þór Einarsson, sagði í viðtalsþættinum Silfrinu í morgun að íslenska ríkið hefði samþykkt stuðningsyfirlýsingu NATO við árásum Breta, Bandaríkjamanna og Frakka, aðfaranótt laugardags. 

Hann greindi einnig frá því að á fundi NATO í gær hafi bandamenn, sem stóðu að árásinni, kynnt aðgerðirnar fyrir öllum 29 bandalagsþjóðum NATO. Þá hafi fastafulltrúi Íslands, Anna Jónsdóttir, gert grein fyrir afstöðu Íslands um að leitað yrði allra leiða að pólitískri lausn, áður en gengið væri til frekari hernaðaraðgerða.

 Borgar sagði enn fremur að NATO hefði aldrei gefið frá sér slíka yfirlýsingu, án samþykkis frá öllum bandalagsríkjum.

Borgar Þór, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, utanríkisráðherra Fréttablaðið/GVA

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Erlent

Ósáttir stóðu vörð um stjórn Theresu May

Bretland

May stóð af sér vantraust

Auglýsing

Nýjast

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Auglýsing