Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur nú á aftur skilgreint Ísland sem rautt þegar kemur að stöðunni hvað varðar Covid-19.
Samkvæmt því er ferðalöngum ráðlagt frá því að heimsækja Ísland. Ef það ætlar að ferðast hingað frá Bandaríkjunum er því ráðlagt að gæta þess að vera fullbólusett.-
Þá er tekið fram að þótt svo að fólk sé fullbólusett eigi það í hættu að smitast hér, vegna stöðu faraldursins. Ferðalöngum er ráðlagt að fylgja reglum sem settar eru hérlendis um grímur og að hafa tveggja metra bil.
Í fyrradag greindust 152 smit innanlands og fimm á landamærunum. Nýgengi innanlandssmita er 519,8 og 25,4 á landamærunum.
Í gær hófst bólusetningarátak en öllum sem hafa þegið tvær bólusetningar er boðið að þiggja þriðja skammtinn um sex mánuðum eftir að þau fengu aðra sprautuna.