Ís­land er orðið appel­sínu­gult á lista Sótt­varna­stofnunar Evrópu en listi þeirra er upp­færður á hverjum fimmtu­degi. Ís­land hefur verið rauð­merkt frá því í byrjun ágúst.

Til að land sé flokkað sem appel­sínu­gult þarf 14 daga ný­­gengi að vera minna en 50 ef hlut­­fall já­­kvæðra sýna er yfir fjögur prósent, milli 50 og 75 ef já­­kvætt hlut­­fall er meira en eitt prósent, eða ef ný­­gengi er 75 til 200 og hlut­­fall já­­kvæðra sýna er minna en fjögur prósent.

Ný­gengi innan­lands­smita sam­kvæmt vefnum co­vid.is er 114.5 miðað við 14 daga ný­gengi á 100.000 íbúa og 7,6 miðað við 14 daga ný­gengi á 100.000 íbúa.

Í gær greindust 25 með Co­vid innan­lands.