Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2021 var 7 prósentum meiri en 2020 í CO2 ígildum. Allir íslenskir þátttakendur í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) hafa skilað inn CO2 ígildum.

Uppgerðar losunarheimildir flugrekenda jukust um 42 prósent. Losunin í iðnaði jókst um 3,6 prósent. Helsta ástæða þessarar aukningar er að PCC Bakki jók við framleiðsluna.

Flugrekendur um Evrópu losuðu 26,7 milljón tonn af CO2 ígildum út í andrúmsloftið í fyrra en iðnaðurinn spúði út 1,311 milljörðum tonna af CO2 ígildum sem var 7,3 prósent aukning milli ára.