Breska ríkisstjórnin mun á næstu dögum endurskoða lista þeirra ríkja þaðan sem farþegar þurfa ekki að fara í fjórtán daga sóttkví eftir að koma frá. Talið er líklegt að allt að 14 ríki verði tekin af listanum vegna fjölgunar COVID-19 tilfella, þar á meðal á Íslandi.

Af þessum ríkjum sem eru til skoðunar eru Frakkar efstir á lista. Þar hefur tilfellum fjölgað úr á hverja 100 þúsund íbúa í 18 á aðeins einni viku. En Frakkland er einn allra vinsælasti ferðamannastaður Breta og þar eiga margir sumarhús.

Til samanburðar þá eru tilfellin 12 á hverja 100 þúsund í Portúgal og farþegar þaðan verða að fara í sóttkví. Er því líklegt að Frakkland, Ísland, Danmörk, Holland, Pólland, Tékkland og fleiri ríki sem eru með hærra hlutfall en Portúgal verði tekin af listanum.