Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, til­kynnti um fram­lag Ís­lands til sér­staks að­gerða­banda­lags fjöl­margra ríkja, fyrir­tækja og stofnana á ráð­stefnu bólu­setningar­banda­lagsins Gavi í dag.

Fram­lag Ís­lands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólu­setningar­banda­lagsins Gavi og sama upp­hæð til CEPI (e; Coalition for Epidemic Prepar­ed­ness In­novation) sem er sam­starfs­vett­vangur fyrir­tækja og opin­berra aðila um við­búnað gegn far­sóttum.Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu á vef stjórnar­ráðsins.

Að­gerða­banda­lagið sem miðar að því að hraða þróun, fram­leiðslu og dreifingu á bólu­efni við CO­VID-19 var stofnað fyrir rúmum mánuði og er mark­mið þess jafn­framt að stuðla að sýna­tökum og með­ferðar­úr­ræðum fyrir alla, óháð bú­setu og efna­hag.

Fjöl­margar al­þjóða­stofnanir og sjóðir á sviði heil­brigðis­mála, auk Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar standa að að­gerða­banda­laginu og hefur fjöldi ríkja til­kynnt um fram­lög til mis­munandi stofnana undir hatti þess. Þannig hafa Norð­menn lofað milljarði Banda­ríkja­dala og Banda­ríkin, Bret­land, Kanada og Þýska­land lofað hundruðum milljóna Banda­ríkja­dala.

Jafn aðgangur að heilsugæslu óháð kyni og búsetu

Í fréttatilkynningunni kemur fram að for­sætis­ráð­herra lagði áherslu á jafnan að­gang allra að heilsu­gæslu og öruggum bólu­efnum óháð kyni, efna­hag og bú­setu. „Jafn að­gangur að heil­brigðis­þjónustu er einn mikil­vægasti þáttur heil­brigðis­mála og tryggir grunn­mann­réttindi; réttinn til lífs," sagði Katrín í ræðu sinni.

Auk for­sætis­ráð­herra Ís­lands á­varpaði fjöldi þjóðar­leið­toga fjar­ráð­stefnuna sem boðað var til af Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands. Bill Gates, stofnandi Micros­oft, var jafn­framt einn ræðu­manna en stofnun Bill og Melindu Gates, hefur heitið 250 milljónum Banda­ríkja­dala til bar­áttunnar gegn CO­VID-19. Mark­mið Gavi ráð­stefnunnar í dag var að safna sam­tals 7,4 milljörðum Banda­ríkja­dala og náðist það og gott betur því alls söfnuðust 8.8 milljarðar.