Banda­ríska sótt­varna­stofnunin hefur fært Ís­land um hættu­stig vegna CO­VID-19 með til­liti til ráð­legginga til ferða­langa.

Nú hvetja banda­rísk stjórn­völd óbólu­setta Banda­ríkja­menn til að ferðast ekki til Ís­lands að nauð­synja­lausu. Til­greint er að nauð­syn­legt sé að bera grímur og að virða tveggja metra bil á milli fólks. Stór hluti þeirra ferða­langa sem nú kemur til landsins eru banda­rískir.

Ís­land er nú í þriðja flokki sem er næst­hæsti flokkurinn af fjórum en var í þeim fyrsta áður. Segir í við­vörun á heima­síðu sótt­varna­stofnunarinnar að mikil hætta sé á því að smitast af CO­VID-19 á Ís­landi.

Ný­gengi innan­lands­smita er nú 377,7 á hverja 100 þúsund íbúa með 14 daga ný­gengi og hefur ekki verið hærra. Ný­gengi landa­mæra­smita er þó að­eins 3,8.