Innlent

Ís­land í heims­pressuna eftir hvals­drápið

​Flestir stærstu fjölmiðlar heims hafa fjallað um veiðar Hvals hf. á því sem dýraverndunarsinnar fullyrða að hafi verið steypireyður.

Nafn Kristjáns Loftssonar er að finna í flestum stærstu fjölmiðlum heims í dag. Talað er um hvalsdráp eða slátrun í erlendu miðlunum.

Flestir stærstu fjölmiðlar heims hafa fjallað um veiðar Hvals hf. á því sem dýraverndunarsinnar fullyrða að hafi verið steypireyður. Steypireyðar eru í útrýmingarhættu og er þar af leiðandi ólöglegt að veiða þær. Enn er ekki vitað hvort um steypireyður eða kynblending hafi verið að ræða.

„Við höfum ekki veitt steypireyður frá því hún var friðuð,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., í samtali við CNN, og bætir því við að ef svo vilji til, hafi það hreinlega verið óvart. Þá bætir hann því við að Ísland sé sjávar- og fiskiþjóð þar sem veiðar teljist almennt eðlilegar. Til samanburðar bendir hann blaðamanni CNN á að Bandaríkjamenn veiði hjartar- og dádýr og telji það í lagi.

Fjölmiðlar á borð við BBC, Guardian og Telegraph fjalla um veiðarnar og hafa eftir fræði- og vísindamönnum að veiðarnar séu ekkert annað en dráp og „hryllileg slátrun“, auk þess sem sumir slá því föstu að lög hafi verið brotin með veiðum á steypireyði.

Hafrannsóknarstofnun vinnur nú að því að greina hvort Hvalur hf. hafi veitt steypireyður eða svokallaðan kynblending tveggja tegunda, en veiðar á þeim síðarnefnda eru ekki ólöglegar. 

Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá stofnuninni, telur nær fullvíst að dýrið sé kynblendingur, á meðan CNN hefur eftir Adam A. Pack, líffræðiprófessor við Háskólann á Hawaí, að dýrið sé augljóslega steypireyður.

***UPDATE*** Have Icelandic whalers just killed a rare hybrid whale ? Hard To Port is currently seeking advice from...

Posted by Hard To Port on Monday, July 9, 2018

Hvalafriðunarsamtökin Hard to Port vöktu athygli á málinu í gær. Í framhaldinu ritaði Paul Watson, leiðtogi Sea Shephard, öllum alþingismönnum bréf þar sem hann heldur því fram að steypireyður hafi verið veidd.

Fjölmiðlar á NATO-fundinum í Brussel hafa að sama skapi leitað viðbragða frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, og segir hún í samtali við RÚV að meta þurfi sjálfbærni hvalveiða áður en ákveðið verði hvort þeim verði haldið áfram.

„Það liggur fyrir af minni hálfu að þær hvalveiðar sem nú eru stundaðar við Íslandsstendur, þetta er síðasta árið í fimm ára tímabili, fimm ára kvóta sem var gefinn hér út fyrir fjórum árum. Áður en ný ákvörðun verður tekin um áframhald þessara veiða þarf að ráðast í mat á sjálfbærni veiðanna, það er að segja umhverfismat, efnahagsmat og samfélagslegt mat,“ segir Katrín í samtali við RÚV.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Skiptar skoðanir um á­fram­haldandi hval­veiðar

Innlent

Segir Hval hf. hafa veitt steypi­reyði ó­lög­lega

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Nefnd HÍ skeri ekki úr um lögmæti rannsókna

Auglýsing