Bílunum var stillt upp á ýmsum myndrænum stöðum með ströndinni á Reykjanesi og Suðurlandi, en einnig í uppsveitum Borgarfjarðar og á Snæfellsnesi. Markmiðið með myndatökunum var að vekja athygli á hreinleika íslenskrar náttúru og mikilvægi kolefnishlutleysis og aukinnar sjálfbærni með nýtingu á grænum og endurnýjanlegum orkugjöfum.
Verkefnið er er stórt samfélagsmiðlaverkefni á vegum Hyundai sem hleypt verður af stokkunum í júní með fjölbreyttu myndefni af stórbrotnum stöðum, þar sem kallast á einstök náttúra Íslands og Spánar, þar sem sambærilegt verkefni var einnig unnið.
Hyundai Tucson tengiltvinnbíllinn ásamt Ioniq 5 í bakgrunni.
Kvikmyndatökulið á vegum bílaframleiðandans Hyundai var statt hér á landi fyrr á árinu til að taka upp myndefni þar sem nýkryngdur Heimsbíll ársins 2022, Ioniq 5 og hinn vinsæli jepplingurinn Tucson PHEV voru í aðalhlutverkum.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir