Bólu­efni gegn CO­VID-19 og kaup stjórn­valda á þeim bólu­efnum eru nú til um­ræðu á Al­þingi. Þar er Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra meðal annars spurð að því hvað hafi or­sakað töf á komu bólu­efnisins hingað til lands.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, spurði ráð­herra meðal annars að því hvort hún teldi það hafa verið mis­tök að binda traust við ESB og hvernig stæði á því að Bretar væru komnir með bólu­efni nú þegar en ekki Ís­lendingar.

Svan­dís segir það hafa styrkt samnings­stöðu Ís­lands að hafa bundist í mála­flokknum við ESB. „Eins og hæst­virtur þing­maður veit eru lyfja­mál hluti af EES-samningnum,“ segir hún. „Auk þess er það þannig að það styrkir okkar samnings­stöðu að vera sam­ferða Evrópu­sam­bandinu,“ segir Svan­dís.

„Það gefur auga­leið að ríki eins og Ís­land hefði staðið með allt öðrum hætti ef við hefðum sjálf staðið and­spænis gegn þessum lyfja­fyrir­tækjum. Við viljum ekki setja öll eggin í sömu körfuna og þess vegna standa yfir við­ræður við öll þessi fyrir­tæki.“

Af­léttingar í bland við bólu­setningu

Sig­ríður Á. Ander­sen, þing­kona Sjálf­stæðis­flokksins, spurði ráð­herra þá næst út í hið eðli­lega líf sem þjóðinni var lofað í haust í kjöl­far lokana.

„Það hefur ekki orðið raunin og nú er loksins farið að tala um hjarðó­næmi sem var ein­hvers konar bann­orð, ef ég man rétt,“ segir hún.

„Mig langar að spyrja hæstv. ráð­herra sér­stak­lega út í á­form stjórn­valda. Það liggur fyrir til dæmis að dánar­hlut­fall meðal yngra fólks er hverfandi á meðan það er hátt á meðal eldra fólks en samt virðast menn boða það hér að það verði ekki létt veru­lega á sótt­varnir að­gerðum fyrr en búið verði að bólu­setja allan þorra al­mennings, ef ég skil hæst­virtan ráð­herra rétt,“ segir Sig­ríður. Hún segist vilja vita hver séu þá mark­mið stjórn­valda með bólu­setningu.

Svan­dís sagði það gefa auga leið að sam­spil sótt­varna og bólu­setninga hangi saman. Það verði ekki þannig að á einni töfra­dag­setningu hafi allir verið bólu­settir og öllum ráð­stöfunum þá af­létt. Hún segir það gefa auga­leið að unnið verði að af­léttingum sam­hliða bólu­setningu.

„Við vinnum núna að á­ætlun um af­léttingu í skólum og erum við þá sér­stak­lega og fyrst og fremst að horfa á fram­halds­skóla­stigið þar sem sá hópur hefur, eins og marg­oft hefur verið bent á, í stórum stíl setið uppi með það að geta ekki mætt í skólann og það er al­var­legt út frá mjög mörgum sjónar­miðum, ekki bara því er varðar þau mál sem eru rædd hér, heldur líka bara virkni og stöðu og lýð­heilsu­sjónar­mið,“ segir hún.

Hún nefnir lita­kóða­kerfið sem dæmi. „Þó það sé mér ekkert sér­stak­lega tamt, þá hlýtur það að verða þannig að að­gerðir léttist eftir því sem bólu­setningum vindur fram. Það gefur auga­leið.“