Tran­s­paren­cy International Ís­land og Insti­tute for Public Poli­cy Research í Namibíu sendu ný­verið frá sér yfir­lýsingu þar sem þrjú ár eru liðinn frá því að Sam­herja­málið svo kallaða var af­hjúpað. Fram­kvæmda­stjóri Ís­lands­deildar segir að um risa­vaxið al­þjóð­legt spillinga­mál sé að ræða og að Ís­land sé með allt niðrum sig í bar­áttunni gegn spillingu.

„Namibíu­mál Sam­herja er stærsta ein­staka spillingar­mál í Namibíu og á Ís­landi. Verð­mæti grun­sam­legra við­skipta sem Fjár­mála­leyni­þjónusta Namibíu tengja við starf­semi Sam­herja eru 650 milljónir Banda­ríkja­dala (95 milljarðar króna). Á­hrif vegna málsins á sjávar­út­veg Namibíu eru skelfi­leg. Sama má segja um sjávar­þorp og svæði sem rænd voru fisk­veiði­kvóta vegna að­ferða Sam­herja,“ segir í til­kynningunni.

Namibískur efna­hagur hefur ekki verið ó­snertur af starf­semi Sam­herja, þar sem fyrir­tækið lagði sig fram við að taka sem mest út úr hag­kerfi Namibíu og skilja lítið sem ekkert eftir. „Talið er að þúsundir sjó­manna Í Namibíu hafi misst vinnuna vegna þess að starf­semi ýtti namibískum fyrir­tækjum sem reyndu að spila eftir út­hlutunar­reglum úr kvóta­röðinni. Fram­ganga Sam­herja mun hafa nei­kvæð á­hrif á lífs­gæði komandi kyn­slóða Namibíu,“ segir í til­kynningunni.

Í til­kynningunni er það gagn­rýnt að enginn hafi verið á­kærður hér á landi vegna málsins. Þess í stað liggja ís­lenskir blaða­menn sem segja frá Sam­herja undir lög­reglu­rann­sókn. Grafið sé undan frelsi fjöl­miðla, tjáningar­frelsi og bar­áttu gegn spillingu. „Við­brögð ís­lenskra yfir­valda hafa verið kölluð „nánast vand­ræða­leg“ af Drago Kos, for­manni vinnu­hóps OECD um mútur í al­þjóð­legum við­skiptum.“

Risavaxið alþjóðlegt spillingamál

Atli Þór Fann­dal, fram­kvæmda­stjóru Tran­s­paren­cy International Iceland segir að ekki sé um eitt­hvað smá­mál þar sem dug­legir ís­lenskir drengir sem eiga lítið „dugg­dugg“ fyrir­tæki villtust til Afríku og var sópað upp í hvirfil­byl spillingar af vondum Namibíu­mönnum.

„Ég tek þetta fram vegna um­mæla Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála­ráð­herra og formanns Sjálf­stæðis­flokksins, eftir að al­menningur var upp­lýstur um út­flutning Ís­lands á spillingu til fá­tækari ríkja. Það er til­hneiging til að láta eins og Sam­herji sé fórnar­lamb í málinu en það er ná­kvæm­lega ekki neitt sem bendir til þess,“ segir Atli.

„Á hinn boginn eru upp­lýsingar um brotin 30.000 skjöl frá Sam­herja sem að auki hélt uppi 'skæru­liða­deild' sem hafði það að megin mark­miði að koma í veg fyrir að Jóhannes Stefáns­son beri vitni í Namibíu með fram því að of­sækja blaða­menn og grafa undan þeim sem Sam­herji telur ó­vini sína,“ segir Atli

Atli segir að um sé að ræða risa­vaxið al­þjóð­legt spillinga­mál þar sen grunur er um mútur, peninga­þvott og stór­felld skatta­laga­brot í fjölda ríkja. Hann telur að Ís­lendingar þurfi að setja sig í spor Namibíu­manna og hugsa ef dæminu væri snúið við.

„Fyrir það fyrsta þá er enginn kvóti fyrir er­lend fyrir­tæki á Ís­landi og því væri hver einasta króna og hvert einasta þorsk­í­gildi sem sogað væri úr ís­lensku hag­kerfi í gegnum leppa stuldur. Sama á við í Namibíu. Sam­herji fór til Namibíu vitandi að ekki eitt einasta kíló af kvóta væru í boði fyrir þá með því að fylgja leik­reglum Namibíu. Þetta er það sem þeir kölluðu að finna Sam­herja „svart and­lit“ og þetta er á­stæða þess að peningar flæddu til stjórn­mála­manna, flokka og fjöl­skyldu ráða­manna,“ segir Atli.

Atli segir að ríkis­stjórn Katrínar Jakobs­dóttur verði að taka bar­áttuna gegn spillingu al­var­lega. Hann segir að Ís­land sé með allt niðrum sig þegar kemur að bar­áttunni gegn spillingu.

„Þegar fylgst er með fram­göngu stjórnar­liða ættu allir að sjá að auð­vitað er það viljandi en ekki mis­tök. Svona vilja þau hafa þetta,“ segir Atli.

Kröfur Tran­s­paren­cy International Ís­land og IPPR:

Sam­herji verður að sam­þykkja og greiða skaða­bætur á­samt því að gangast undir ferli um­bóta. Í því þarf að felast

  • Mat á mann­réttindum og efna­hags­legum á­hrifum á starf­semi Sam­herja í Namibíu
  • Fullar bætur til þeirra sem báru skaða af brotunum
  • Að koma á fyrir­komu­lagi til að takast á við sér­stök mál í byggðum heima­manna og/eða ein­stak­linga

Við­skipta­vinir, birgjar og með­eig­endur Sam­herja þurfa að endur­skoða fyrir­komu­lag við­skipta við Sam­herja, sér­stak­lega með til­liti til um­hverfis-, fé­lags og stjórnunar­þátta og sið­ferðis­legar skuld­bindingar í fram­boð­s­keðjunni sem og eðli­legar væntingar al­mennings um sömu þætti.

Ís­lensk stjórn­völd taki frum­kvæði í saka­mála­rann­sókn og beiti sér gegn spillingu sem framin er af ís­lenskum borgunum.

Yfir­völd í Namibíu geri frekari um­bætur á stjórnunar­háttum sínum sér­stak­lega með því að breyta lögum um auð­lindir sjávar, sem gerði fram­göngu Sam­herja mögu­lega, og dragi þá sem á­byrgð bera fyrir rétt eins fljótt og auðið er, þar með talda þá sem fram­selja þarf frá Ís­landi án frekari tafa.

Ríkis­stjórnir, þeirra á meðal í Banda­ríkjunum, Bret­landi, Þýska­landi, Frakk­landi, Pól­landi, Hollandi, Noregi og í Fær­eyjum beiti sér fyrir því að tryggja að á­fram­hald verði ekki á brotum í efna­hags­kerfum þessara landa í krafti al­þjóð­legra fjár­festinga Sam­herja eða í skjóli fjár­festinga fé­lagsins í Namibíu.