Há­skólinn á Bif­röst og Space Iceland hafa undir­ritað yfir­lýsingu um sam­starf á sviði geimmál­efna. Sam­starfið, sem gengur undir nafninu „Geim Bif­röst“, beinist að því að efla rann­sóknir og kennslu við Há­skólann á Bif­röst í geim­tengdum mál­efnum.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Há­skólanum á Bif­röst, en þar segir að sam­starfs­aðilar muni vinna saman að þróun rann­sóknar­verk­efna og nám­skeiða á sviði fé­lags­vísinda-, við­skipta og lög­fræði sem og að sam­eigin­legum við­burðum.

„Vægi geim­tengdra mál­efna fer stöðugt vaxandi. Margt í dag­legri til­veru fólks styðst nú þegar við geim­tækni, s.s. veður­spár, fjar­skipti og sam­göngur svo að örfá dæmi séu nefnd. Þá tengist geimurinn ekki síður mikil­vægum mála­flokkum á borð við öryggis- og varnar­mál og orku­nýtingu,“ segir í frétta­til­kynningunni.

„Stundum spyr fólk hvað Ís­land hafi að gera með geiminn. Svarið við því er að Ís­land er löngu orðið þátt­takandi í geimnum. Við viljum þátt­töku á for­sendum sam­fé­lagsins en ekki bara svar við þörfum annarra,“ segir Atli Þór Fann­dal, for­stöðu­maður Space Iceland Solutions, sem kemur að verk­efninu fyrir hönd Space Iceland.

Atli Þór segir Ís­land eiga nokkuð glæsi­lega, en oft gleymda, sögu af þátt­töku í geim­vísindum. Þá nefnir hann Kast­brautar­skot á vegum Geim­vísinda­stofnunar Frakk­lands, CNES, árið 1964 og 1965, jarð­fræði­þjálfun tungl­fara NASA 1965 og 1967 og geim­farann Bjarna Tryggva­son hjá Geim­vísinda­stofnun Kanada, ASC/CSA, „auk ó­teljandi fjölda rann­sókna og til­rauna í gegnum árin,“ segir hann.

Að hálfu Há­skólans á Bif­röst taka þátt í sam­starfinu dr. Bjarni Már Magnús­son, prófessor og fag­stjóri ML náms við laga­deild, Hanna Kristín Skafta­dóttir fag­stjóri við­skipta­greindar við við­skipta­deild og dr. Magnús Árni Skjöld Magnús­son, dósent við fé­lags­vísinda­deild. Atli Þór Fann­dal, for­stöðu­maður Space Iceland Solutions kemur að verk­efninu fyrir hönd Space Iceland.

Þáttur í sam­starfi Há­skólans á Bif­röst og Space Iceland verður að greina hvernig megi enn frekar flýta fyrir upp­byggingu innan ís­lenska geim­iðnaðarins. „Liður í þeirri við­leitni er að taka gildandi reglu­verk til skoðunar og at­huga hvað megi betur fara í þeim efnum,“ segir í til­kynningunni.

„Þá verður einnig lögð á­hersla á að greina hvort á­skoranir kunni að leynast innan stjórn­sýslunnar eða þess rekstrar­um­hverfis sem fyrir­tæki búa við hér á landi. Sú vinna er að mörgu leyti for­senda stefnu­mótunar og um leið frekari við­skipta­tæki­færa inn­lendra aðila á þessu sviði,“ segir í til­kynningunni.

„Sú aukna á­hersla sem Há­skólinn á Bif­röst hefur lagt á tækni­tengda ný­sköpun og frum­kvöðla­þjálfun fellur afar vel að þeirri öru þróun sem er að eiga sér stað á sviði geimmál­efna. Með þessu sam­starfi er Há­skólinn á Bif­röst að stíga stórt skref inn í fram­tíðina,“ segir dr. Margrét Jóns­dóttir Njarð­vík, rektor Há­skólans á Bif­röst.