Innlent

Ísland er dýrasta land í Evrópu

Það er nánast sama hvar borið er niður, verð á þjónustu og vörum á Íslandi er hvergi hærra.

Matvarra er afar dýr á Íslandi í evrópskum samanburði. Raunar gildir það um allt nema raforkuverð.

Samkvæmt verðlagsvísitölu fyrir neysluútgjöld heimilanna er Ísland dýrasta landið í Evrópu. Niðurstöðurnar eru á vegum Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins, og byggja á umfangsmiklum verðmælingum í 38 löndum, þar sem yfir 2.000 vöru- og þjónustuliðir voru kannaðir.

Það er nánast sama hvor borið er niður, Ísland kemur yfirleitt verst út. Eini flokkurinn sem Ísland kemur þokkalega út, í evrópskum samanburði, er sameiginlegur flokkur fyrir rafmagn, eldsneyti og aðra orkugjafa. Þar spilar lágt raforkuverð lykilrullu.

Húsgögn og innréttingar, heimilistæki og raftæki eru dýrust á Íslandi. Vöruflutningar eru hvergi dýrari en hér og verðlag á veitingastöðum og hótelum er hæst á Íslandi. Sömu sögu er að segja þegar verðlag á skóm og fatnaði er skoðað. Aðeins í Noregi er áfengi og tóbak dýrara en hér, en þar munar litlu. Matvara er dýrari í Sviss og Noregi en Ísland er í þriðja sæti.

Fram kemur að þegar aðeins sé horft til Evrópusambandslandanna sé verðlag á mat, óáfengjum drykkjum og skófatnaði hæst í Danmörku. Föt eru hins vegar dýrust í Svíþjóð, séu löndin utan ESB ekki talin með.

Neysluútgjöld eru lægst í austanverðri Evrópu. Verðlag er lægst í Makedóníu, Búlgaríu, Albaníu og Serbíu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing