Ísland heldur toppsætinu í nýjustu ársskýrslu Vision of Humanity yfir friðsælustu ríki heims. Frá því að listinn var fyrst gefinn út árið 2008 hefur Ísland alltaf mælst friðsælasta ríkið. Friðsæld hefur aukist á Íslandi á milli ára.
Stofnunin Institute for Economics and Peace hefur gefið út skýrsluna í fimmtán ár. Byggt er á 23 mismunandi mælikvörðum sem tengjast öryggi í samfélaginu, stöðu ríkja í alþjóðadeilum og hernaðarskyldu.
Kemur fram að mannfall í átökum hafi aukist á grundvelli innrásar Rússa í Úkraínu en metfjöldi ríkja slapp við hryðjuverkaárásir í fyrra.