Ís­land heldur topp­sætinu í nýjustu árs­skýrslu Vision of Humanity yfir frið­sælustu ríki heims. Frá því að listinn var fyrst gefinn út árið 2008 hefur Ís­land alltaf mælst frið­sælasta ríkið. Frið­sæld hefur aukist á Ís­landi á milli ára.

Stofnunin Insti­tute for Economics and Peace hefur gefið út skýrsluna í fimm­tán ár. Byggt er á 23 mis­munandi mæli­kvörðum sem tengjast öryggi í sam­fé­laginu, stöðu ríkja í al­þjóða­deilum og hernaðar­skyldu.

Kemur fram að mann­fall í á­tökum hafi aukist á grund­velli inn­rásar Rússa í Úkraínu en met­fjöldi ríkja slapp við hryðju­verka­á­rásir í fyrra.