Ísland er enn eina ríkið sem er allt grænt á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu. Nýtt kort og listi var birtur í gær á vefsíðu þeirra.

Miðað er við nýgengi smita á 14 daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa og samkvæmt heimasíðunni covid.is er nýgengi innanlandssmita 9,3 miðað við 14 daga nýgengi á 100.000 íbúa.

Á kortinu má sjá að líkt og fyrri vikur eru ákveðin svæði innan Noregs græn en ekki allt landið.

Alls eru 89 einstaklingar í einangrun á Íslandi og mikill fjöldi í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi. Nýjar tölur berast, líkt og áður, klukkan 11 í dag.