Evrópu­sam­bandið hyggst taka upp sam­ræmd skír­teini fyrir fatlað fólk, til að ein­staklingar geti nýtt sér fríðindi milli landa. Hér á Ís­landi eru engin inn­lend skír­teini lengur, sem eru for­senda þess að hægt sé að gerast aðili að sam­starfinu.

„Á­vinningurinn af þessum sam­evrópsku skír­teinum er fyrst og fremst fólginn í auknu að­gengi fatlaðs fólks á ferða­lögum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðar­dóttir, for­maður Ör­yrkja­ban­dagsins. Þar sem að­gangur að þjónustu eða sér­stökum kjörum, til dæmis í al­mennings­sam­göngur eða af­þreyingu, er í boði fyrir heima­menn, væri hann einnig í boði fyrir Ís­lendinga.

Skír­teinið hefur verið í prufu­keyrslu í átta ríkjum og hefur gefið góða raun. Verður það tekið upp í öllum löndum í lok næsta árs.

Ör­yrkja­banda­lagið hefur ekki upp­lýsingar um hvort EES-ríki geti verið aðilar að skír­teinunum, en eins og staðan er núna er það úti­lokað fyrir Ís­land. For­senda þess að Ís­lendingar geti fengið skír­teini er að inn­lend skír­teini séu til staðar en svo er ekki. „Trygginga­stofnun hætti út­gáfu þeirra fyrir nokkrum árum og við höfum þrýst á að þau verði gefin út á ný. Það er ekki ein­göngu vegna þessa máls, heldur er það líka mikið réttinda­mál fyrir fatlað fólk svo það hafi að­gang að þeim sér­kjörum sem stofnanir og fyrir­tæki hafa á­kveðið að bjóða okkar fólki,“ segir Þuríður.