Ís­land verður eitt af fimm löndum þar sem nýtt raf­rænt veski Evrópu­sam­bandsins verður prófað. Hin löndin eru Þýska­land, Dan­mörk, Lett­land og Noregur.

Veskið er app sem hægt verður að nota sem raf­ræn skil­ríki, tengjast opin­berri þjónustu og geyma við­kvæmar per­sónu­upp­lýsingar. Einnig verði hægt að greiða og milli­færa með appinu.

Þó að á­hersla sé lögð á öryggi hefur veskið hlotið gagn­rýni á Evrópu­þinginu. Meðal annars hefur Cristian Tehers, frá Rúmeníu, lýst veskinu sem „kína-seríngu“ Evrópu. Hollendingurinn Rob Roos efast um að veskið verði alltaf val­kvætt.

Ur­sula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB, hefur hins vegar sagt að veskið muni veita Evrópu­búum betri stjórn yfir upp­lýsingum sínum og koma í veg fyrir auð­kennis­þjófnað.