Ísland verður eitt af fimm löndum þar sem nýtt rafrænt veski Evrópusambandsins verður prófað. Hin löndin eru Þýskaland, Danmörk, Lettland og Noregur.
Veskið er app sem hægt verður að nota sem rafræn skilríki, tengjast opinberri þjónustu og geyma viðkvæmar persónuupplýsingar. Einnig verði hægt að greiða og millifæra með appinu.
Þó að áhersla sé lögð á öryggi hefur veskið hlotið gagnrýni á Evrópuþinginu. Meðal annars hefur Cristian Tehers, frá Rúmeníu, lýst veskinu sem „kína-seríngu“ Evrópu. Hollendingurinn Rob Roos efast um að veskið verði alltaf valkvætt.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur hins vegar sagt að veskið muni veita Evrópubúum betri stjórn yfir upplýsingum sínum og koma í veg fyrir auðkennisþjófnað.