Jafnréttismál

Ísland efst á jafnréttislista

Þessar stúlkur vilja jafnan rétt fyrir kynin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Ísland er í efsta sæti lista Alþjóðaefnahagsráðsins er kemur að kynjajafnrétti. Er þetta tíunda árið í röð sem Ísland trónir á toppi listans sem var birtur í gær.

Noregur, Svíþjóð og Finnland raða sér í næstu sæti listans en Níkaragva er í fimmta sæti. Alls var staða kynjajafnréttis metin í 149 löndum. Ísland er með einkunnina 0,858 sem þýðir að tekist hefur að útrýma 85,8 prósentum kynjahallans. Meðaltal allra ríkja er 0,68 sem þýðir að kynjabilið er 32 prósent.

Ef litið er á þau 106 lönd sem hafa verið með í mælingunum frá því að þær voru fyrst gerðar árið 2006 tæki það 108 ár að útrýma kynjahallanum miðað við að þróunin yrði á sama hraða. Fram kemur í skýrslunni að það sé jákvætt að 89 lönd hafi bætt sig milli ára.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Jafnréttismál

Yrðu bestu lög í heimi

Jafnréttismál

Karlsvæðisstjórar mega hafa hærri laun

Jafnréttismál

Vantar karla í ráð borgarinnar til að jafnréttislögum sé framfylgt

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing