Samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var af ferðasíðunni Asher&Lyric er Ísland besta land í heimi þegar það kemur að því að ala upp börn.

Náði rannsóknin til 35 landa innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Í rannsókninni var stuðst við tölfræðigögn frá traustum aðilum og lönd metin í sex mismunandi flokkum til að bera kennsl á hvar hagstæð skilyrði eru til að eiga fjölskyldu.

Ísland var valið öruggasta landið og númer fjögur þegar það kom að kostnaði en hagkvæmast er að ala upp börn í Svíþjóð samkvæmt rannsókninni.

„Ísland náði topp 10 sæti í öllum flokkum rannsóknarinnar og var númer eitt í öryggi,“ segir Fergusson sem framkvæmdi rannsóknina. Hún bendir einnig á að Ísland sé leiðandi í mannréttindum.

„Sama hvaðan barnið kemur eða hvað það verður þá tryggir stjórnarskrá Íslands með ótvíræðum hætti að allir njóti sömu réttinda."

Á eftir Íslandi koma hin Norðurlöndum, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk sem er í sjötta sæti.

Neðst á listanum er Mexíkó rétt á eftir Bandaríkjunum.