Ísland jafnar sögulega bestu frammistöðu sína í innleiðingu EES-tilskipanna samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem birt var í dag. Innleiðingarhalli Íslands á EES-tilskipunum er 0,5 prósent, en innleiðing á reglugerðum  er 1,1 prósent.

Innleiðingarhallinn gefur til kynna hversu margar tilskipanir og reglugerðir EES ríkin hafa ekki innleitt á réttum tíma. ESA birtir þessar tölur og minnir ríkin á að halda innleiðingarhallanum undir 1 prósenti. „Sein eða röng innleiðing getur orðið til þess að fólk og fyrirtæki njóta ekki réttinda sinna á EES svæðinu,“ segir í tilkynningu ESA.

Matið sýnir að Ísland, Lichtenstein og Noregur bæta öll frammistöðu sína við innleiðingu gerða. Ísland á eftir að innleiða fjórar tilskipanir sem gerir innleiðingarhallan 0,5 prósent, og er það jafnt sögulega bestu frammistöðu Íslands. Hins vegar gerir ESA athugasemdir við vaxandi innleiðingarhalla reglugerða. Þær voru 25 en eru nú 35, sem er innleiðingarhalli upp á 1.1%. Flestar reglugerðirnar eru á sviði fjármálaþjónustu.